Viðskipti erlent

Þrotabú Chrysler erfiður ljár í þúfu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Allt að tvö ár getur tekið að fara gegnum þrotabú Chrysler-verksmiðjanna eftir að ítalski bílaframleiðandinn Fiat keypti stærstan hluta fyrirtækisins. Þeir 60 dagar, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti gaf til verksins, hrökkva því að öllum líkindum skammt. Bandarískur dómstóll veitti Chrysler heimild til gjaldþrotaskipta eftir kaup Fiat en fyrirtækið verður þó ekki leyst upp eins og almennt tíðkast við gjaldþrot heldur eignast Fiat hluta þess en aðrir hlutar verða gerðir upp og notaðir til að greiða hluta af kröfum lánardrottna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×