Viðskipti erlent

Karen Millen langar að kaupa Karen Millen af Kaupþingi

Tískudrottningin Karen Millen hefur áhuga á því að kaupa tískuverslanakeðjuna Karen Millen af skilanefnd Kaupþings. Millen stofnaði keðjuna árið 1981 og var þá aðeins með 100 pund milli handanna.

Þetta kemur fram í blaðinu Daily Mail. Þar segir Millen að ef keðjan fari á uppboð muni hún íhuga að bjóða í hana. Hún segir hinsvegar að hún hafi ekki verið í sambandi við Aurora, sem heldur utan um eignarhlutinn í Karen Millen. "Ég myndi samt ekki útiloka neitt," segir hún.

Ekki er líklegt að Karen Millen fái að bjóða í þessa fyrrum eign sína í náinni framtíð. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur talsmaður Aurora sagt að Kaupþing líti á félagið sem langtíma fjárfestingu og sé ekki á þeim buxunum að selja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×