Umfjöllun: Glæsilegur fyrri hálfleikur dugði til sigurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2009 16:37 Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fimm mörk í dag, þar af eitt úr víti. Mynd/Anton Ísland vann í dag afar mikilvægan sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010 í dag. Miðað við fyrri hálfleikinn hefði sigurinn mátt vera stærri. Hefði Ísland ekki unnið í leikinn í dag væru möguleikarnir á að komast áfram í lokakeppnina í Danmörku og Noregi á næsta ári nánast úr sögunni. En með sigrinum er staða Íslands í riðlinum góð. Ísland er auk Austurríkis með Bretlandi og Frakklandi í riðli. Frakkar eru taldir með sterkasta liðið í riðlinum og líklegast að baráttan standi á milli Íslands og Austurríkis um hvort liðið fylgi Frökkum í úrslitakeppnina. Ísland átti frábæran fyrri hálfleik og náði þá níu marka forystu. Hins vegar var síðari hálfleikur langt í frá jafn góður og fór um margan þegar Austurríki náði að minnka muninn í þrjú mörk og enn tæpar níu mínútur til leiksloka. En til allra lukku náðu íslensku leikmennirnir sér aftur á strik og kláruðu leikinn með miklum sóma. Rakel Dögg Bragadóttir var fjarverandi vegna meiðsla og munar um minna í íslenska landsliðinu. En fljótlega var ljóst að þeir leikmenn sem voru mættir inn á völlinn voru með einbeitinguna og viljann í góðu lagi. Snemma varð ljóst að íslenska vörnin var mjög föst fyrir og gekk austurríska liðinu erfitt að finna glufur á henni. Íslenska liðið virtist þó í fyrstu nokkuð taugaóstyrkt í sókninni en það varði í aðeins nokkrar mínútur. Staðan var 5-5 eftir tíu mínútna leik og þá tók við hreint út sagt ótrúlegur leikkafli. Ísland breytti stöðunni í 8-5 með þremur mörkum á sömu mínútunni og hrreinlega keyrðu yfir austurríska liðið með gríðarlega sterkum varnarleik og afar hröðum og vel skipulögðum sóknarleik. Á þessum 20 mínútum skoraði Ísland fjórtán mörk gegn fimm frá gestunum. Þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir voru afar harðar í horn að taka í vörninni og þá var Ásta Birna Gunnarsdóttir sívinnandi sem framliggjandi varnarmaður. Hún gaf þeim austurrísku aldrei stundarfrið. Þá komu varamenn eins og Stella Sigurðardóttir og Rut Jónsdóttir inn í sóknarleik íslenska liðsins með mjög öflugum hætti. Það virtist allt enda í austurríska markinu, sama hver skaut eða úr hvaða færi. Austurríska liðið breytti um gír í síðari hálfleik og fór að spila mjög framliggjandi 3-2-1 vörn sem íslenska liðið lenti í tómum vandræðum með. Harpa Sif fékk fljótlega að líta sína þriðju brottvísun í leiknum og þar með rautt. Hún varð samt markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af fimm í fyrri hálfleik. Sóknarleikur íslenska liðsins hrundi og nú var komið að þeim austurrísku að sækja hratt fram og raða inn mörkunum. Sem fyrr segir komust þær mest í þriggja marka mun en mestu munaði um frammistöðu Berglindar Írisar Hansdóttur í markinu. Hún varði í síðari hálfleik nokkur afar mikilvæg skot og hélt þeim austurrísku í hæfilegri fjarlægð. Þegar um fimm mínútur voru eftir og munurinn þrjú mörk skoraði íslenska liðið þrjú mörk í röð. Austurríki skoraði hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og þar við sat. Markamunur gæti spilað stórt hlutverk í lokastöðu riðilsins. Ef Ísland og Austurríki verða jöfn að stigum í lok riðlakeppninnar ræður markatala í innbyrðisviðureignum. Það er því vonandi að það verði nóg að hafa unnið fjögurra marka sigur í dag. Ísland - Austurríki 29 - 25 Mörk Íslands (skot): Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6 (9), Hrafnhildur Skúladóttir 5/1 (8/1), Hanna G. Stefánsdóttir 5/1 (9/1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (6), Rut Jónsdóttir 3 (3), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1), Stella Sigurðardóttir 1 (3), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (5).Varin skot: Berglind Hansdóttir 13/1 (37/4, 35%), Íris Björk Símonardóttir 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 10 (Hanna G. 3, Hrafnhildur 2, Anna Úrsúla 2, Karen 1, Harpa Sif 1, Ásta Birna 1).Fiskuð víti: 2 (Anna Úrsúla 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Austurríkis (skot): Gorica Acimovic 7/2 (16/3), Katrin Engel 6/1 (13/2), Simona Spiridon 4 (6), Katharina Doppler 2 (2), Isabel Plach 2 (2), Stephanie Subke 2 (3), Marina Budecevic 1 (2), Beate Scheffknecht 1 (3), Nina Stumvoll (1).Varin skot: Petra Blazek 5 (21/1, 24%), Natascha Schilk 4 (17/1, 24%).Hraðaupphlaup: 7 (Acimovic 4, Scheffknecht 1, Budecevic 1, Plach 1).Fiskuð víti: 5 (Spiridon 4, Plach 1).Utan vallar: 2 mínútur. Handbolti Tengdar fréttir Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag. 18. október 2009 19:40 Anna Úrsúla: Var upp á líf og dauða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti sannkallaðan stórleik er Ísland vann í dag sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010. 18. október 2009 19:28 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland vann í dag afar mikilvægan sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010 í dag. Miðað við fyrri hálfleikinn hefði sigurinn mátt vera stærri. Hefði Ísland ekki unnið í leikinn í dag væru möguleikarnir á að komast áfram í lokakeppnina í Danmörku og Noregi á næsta ári nánast úr sögunni. En með sigrinum er staða Íslands í riðlinum góð. Ísland er auk Austurríkis með Bretlandi og Frakklandi í riðli. Frakkar eru taldir með sterkasta liðið í riðlinum og líklegast að baráttan standi á milli Íslands og Austurríkis um hvort liðið fylgi Frökkum í úrslitakeppnina. Ísland átti frábæran fyrri hálfleik og náði þá níu marka forystu. Hins vegar var síðari hálfleikur langt í frá jafn góður og fór um margan þegar Austurríki náði að minnka muninn í þrjú mörk og enn tæpar níu mínútur til leiksloka. En til allra lukku náðu íslensku leikmennirnir sér aftur á strik og kláruðu leikinn með miklum sóma. Rakel Dögg Bragadóttir var fjarverandi vegna meiðsla og munar um minna í íslenska landsliðinu. En fljótlega var ljóst að þeir leikmenn sem voru mættir inn á völlinn voru með einbeitinguna og viljann í góðu lagi. Snemma varð ljóst að íslenska vörnin var mjög föst fyrir og gekk austurríska liðinu erfitt að finna glufur á henni. Íslenska liðið virtist þó í fyrstu nokkuð taugaóstyrkt í sókninni en það varði í aðeins nokkrar mínútur. Staðan var 5-5 eftir tíu mínútna leik og þá tók við hreint út sagt ótrúlegur leikkafli. Ísland breytti stöðunni í 8-5 með þremur mörkum á sömu mínútunni og hrreinlega keyrðu yfir austurríska liðið með gríðarlega sterkum varnarleik og afar hröðum og vel skipulögðum sóknarleik. Á þessum 20 mínútum skoraði Ísland fjórtán mörk gegn fimm frá gestunum. Þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir voru afar harðar í horn að taka í vörninni og þá var Ásta Birna Gunnarsdóttir sívinnandi sem framliggjandi varnarmaður. Hún gaf þeim austurrísku aldrei stundarfrið. Þá komu varamenn eins og Stella Sigurðardóttir og Rut Jónsdóttir inn í sóknarleik íslenska liðsins með mjög öflugum hætti. Það virtist allt enda í austurríska markinu, sama hver skaut eða úr hvaða færi. Austurríska liðið breytti um gír í síðari hálfleik og fór að spila mjög framliggjandi 3-2-1 vörn sem íslenska liðið lenti í tómum vandræðum með. Harpa Sif fékk fljótlega að líta sína þriðju brottvísun í leiknum og þar með rautt. Hún varð samt markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af fimm í fyrri hálfleik. Sóknarleikur íslenska liðsins hrundi og nú var komið að þeim austurrísku að sækja hratt fram og raða inn mörkunum. Sem fyrr segir komust þær mest í þriggja marka mun en mestu munaði um frammistöðu Berglindar Írisar Hansdóttur í markinu. Hún varði í síðari hálfleik nokkur afar mikilvæg skot og hélt þeim austurrísku í hæfilegri fjarlægð. Þegar um fimm mínútur voru eftir og munurinn þrjú mörk skoraði íslenska liðið þrjú mörk í röð. Austurríki skoraði hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og þar við sat. Markamunur gæti spilað stórt hlutverk í lokastöðu riðilsins. Ef Ísland og Austurríki verða jöfn að stigum í lok riðlakeppninnar ræður markatala í innbyrðisviðureignum. Það er því vonandi að það verði nóg að hafa unnið fjögurra marka sigur í dag. Ísland - Austurríki 29 - 25 Mörk Íslands (skot): Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6 (9), Hrafnhildur Skúladóttir 5/1 (8/1), Hanna G. Stefánsdóttir 5/1 (9/1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (6), Rut Jónsdóttir 3 (3), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1), Stella Sigurðardóttir 1 (3), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (5).Varin skot: Berglind Hansdóttir 13/1 (37/4, 35%), Íris Björk Símonardóttir 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 10 (Hanna G. 3, Hrafnhildur 2, Anna Úrsúla 2, Karen 1, Harpa Sif 1, Ásta Birna 1).Fiskuð víti: 2 (Anna Úrsúla 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Austurríkis (skot): Gorica Acimovic 7/2 (16/3), Katrin Engel 6/1 (13/2), Simona Spiridon 4 (6), Katharina Doppler 2 (2), Isabel Plach 2 (2), Stephanie Subke 2 (3), Marina Budecevic 1 (2), Beate Scheffknecht 1 (3), Nina Stumvoll (1).Varin skot: Petra Blazek 5 (21/1, 24%), Natascha Schilk 4 (17/1, 24%).Hraðaupphlaup: 7 (Acimovic 4, Scheffknecht 1, Budecevic 1, Plach 1).Fiskuð víti: 5 (Spiridon 4, Plach 1).Utan vallar: 2 mínútur.
Handbolti Tengdar fréttir Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag. 18. október 2009 19:40 Anna Úrsúla: Var upp á líf og dauða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti sannkallaðan stórleik er Ísland vann í dag sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010. 18. október 2009 19:28 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag. 18. október 2009 19:40
Anna Úrsúla: Var upp á líf og dauða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti sannkallaðan stórleik er Ísland vann í dag sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010. 18. október 2009 19:28
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti