Viðskipti erlent

Royal Unibrew hækkar um 11,4% í Kaupmannahöfn

Hlutabréf í Royal Unibrew hafa hækkað um 11,4% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Er verðið á hlut komið í 171 danska kr. Lægst fór verðið í ár niður í 40 danskar kr. á hlut í apríl s.l.

Eins og fram hefur komið í fréttum eiga Stoðir og Straumur samtals rúmlega 20% í Royal Unibrew sem eru næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur.

Markaðsvirði Royal Unibrew er komið í 960 milljónir danskra kr. eða 24 milljarða kr. Miðað við það er eignarhlutur Stoða og Straums því tæplega 5 milljarðar kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×