Viðskipti erlent

Kreppan leikur Finna grátt

Finnar upplifa nú mestu niðursveiflu í efnahagslífi sínu síðan að kreppan þar hófst á síðasta ári. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Finnlands dróst efnahagslíf landsins saman um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra.

 

Áður hefur komið fram að landsframleiðsla Finnlands minnkaði um 9,4% á öðrum ársfjórðungi ársins en þá reiknuðu stjórnvöld með að það versta væri yfirstaðið. Stjórnvöldin reikna með að á árinu í heild muni landsframleiðslan minnka um 6% og að hagvöxtur upp á 0,5% verði á næsta ári.

 

Samkvæmt tölunum fyrir júlí dróst iðnaðarframleiðsla landsins saman um 30% miðað við sama tímabil í fyrra sem er höfuðástæðan fyrir hinum mikla samdrætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×