Handbolti

Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rut Jónsdóttir í baráttunni í dag.
Rut Jónsdóttir í baráttunni í dag. Mynd/Anton

Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag.

Ísland vann leikinn, 29-25, eftir að hafa verið með níu marka forystu í hálfleik, 19-10.

„Við vorum að spila yfir getu í fyrri hálfleik," sagði Hrafnhilldur. „Boltinn lá einfaldlega alltaf í markinu hjá þeim og það var einhver geðveiki í varnarleiknum sem dreif okkur áfram."

„Við vissum að þær væru seinar og að okkar möguleikar fælust í því að keyra á þær. Enda skoruðum við mörg mörk úr hraðaupphlauppum."

„Annars var þessi sigur afar mikilvægur. Þetta er liðið sem við munum berjast við um annað sæti riðilsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×