Viðskipti erlent

Störf í boði fyrir bankamenn á Wall Street

Fjármálafyrirtæki á Wall Street í New York eru byrjuð að ráða til sín fjölda starfsmanna. Síðustu tvö ár hafa tæplega 200 þúsund starfsmenn í bönkum og öðrum fjarmálastofnunum í fjármálahluta borgarinnar misst vinnuna.

Citigroup, Wells Fargo og Standard Chartered eru meðal þessara fyrirtækja. Búist er við að fyrirtækin ráði rúmlega 14 þúsund manns til starfa á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×