Viðskipti erlent

Tískuhúsið Versace í verulegum fjárhagsvandræðum

Hið þekkta tískuhús Versace á nú í verulegum fjárhagsvandræðum og neyðist nú til þess að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu á heimsvísu. Tískuhúsið hefur greint frá því að alls hafa 350 af 1.360 starfsmenn fengið uppsagnarbréf.

Ástæðan fyrir vandræðum Versace er sú að eftirspurn eftir dýrum hátískuvarningi hefur hrapað eftir að fjármálakreppan skall á í fyrra. Sökum þessa mun Versace verða rekið með tapi í ár.

Samhliða uppsögnum á starfsfólki er ætlunin að endurskipuleggja rekstur tískuhússins og á þeirri vinnu að vera lokið um mitt næsta ár, að því er segir á börsen.dk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×