Viðskipti erlent

Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í áratug

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Evran
Evran

Atvinnuleysi í evrulöndunum sextán hefur ekki verið meira í áratug, en það teygði sig í 9,4 prósent í júnímánuði.

Fjöldi atvinnulausra jókst um 158 þúsund í mánuðinum. Atvinnulausir eru því 14,9 milljónir samtals í löndum þar sem evran er notuð sem gjaldmiðill.

Minnst var atvinnuleysið í Hollandi, eða rúm þrjú prósent, en mest á Spáni, eða um átján prósent.

Ungmennum á evrusvæðinu gengur sérstaklega illa að finna vinnu, en einn af hverjum fimm einstaklingum undir 25 ára aldri er atvinnulaus.

Á móti kemur að mjög hefur dregið úr verðbólgu á svæðinu og hefur nú mælst verðhjöðnun á ársgrundvelli tvo mánuði í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×