Viðskipti erlent

Morgan Stanley eyðilagði uppgjörsveisluna

Eftir röð af góðum uppgjörum bandarísku stórbankanna í vikunni kom Morgan Stanley með sitt eftir fjórða ársfjóðung og eyðilagði veisluna.

Uppgjör Morgan Stanley, sem er fimmti stærsti banki Bandaríkjanna, olli miklum vonbrigðum en bankinn skilaði tapi upp á 177 milljónir dollara, eða um 23 milljörðum kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta bætist við tap upp á 1,3 milljarða dollara á síðasta ári.

Megnið af tapi Morgan Stanley er vegna fasteignalána og viðskipta auk þess að bankinn þurfti að afskrifa 1,5 milljarð dollara af lánasöfnum sínum.

Og á svipaðan hátt og uppgjör JP Morgan fyrr í vikunni olli uppsveiflu á mörkuðum í Evrópu hefur uppgjör Morgan Stanley í dag leitt til þess að markaðir eru nú í rauðum tölum eftir græna byrjun í morgun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×