Viðskipti erlent

Mikil veltuauking á Nasdaq OMX Nordic markaðinum

Meðalvirði viðskipta á dag með hlutabréf var 465 milljarðar íslenskra króna, miðað við 391 milljarð síðustu 12 mánuði á Nasdaq OMX Nordic markaðinum í október. Meðalfjöldi viðskipta á dag var 223,478, miðað við 212,927 á síðasta 12 mánaða tímabili.

Þetta kemur fram í yfirliti um starfsemi Nasdaq OMX Nordic. Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga á NASDAQ OMX Nordic var 110,163 milljarðar íslenskra króna, miðað við 72,940 milljarða kr. í október 2009.

Að meðaltali voru gerðir 586,055 samningar með afleiðuvörur á dag, miðað við 521,042 samninga á síðasta 12 mánaða tímabili.

Meðalfjöldi samninga á dag með hlutabréfavörur var 274,851 samningar, miðað við 232,156 samninga síðustu 12 mánuði. Meðalfjöldi samninga á dag með vísitölur voru 206,864 samningar, miðað við 204,886 samninga á síðustu 12 mánuðum.

Samningar um skuldabréfaafleiður voru 104,340 miðað við 84,000 samninga á síðasta 12 mánaða tímabili.

Tveir nýir kauphallaraðilar voru kynntir til sögunnar í október. Eitt nýtt fyrirtæki var tekið til viðskipta á First North markaðnum í oktober.

Nasdaq OMX Nordic rekur kauphallir í höfuðborgum allra Norðurlandanna utan Oslóar í Noregi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×