Viðskipti erlent

Tap deCODE minnkar um helming

Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi ársins minnkaði um helming miðað við sama tímabil í fyrra. Tapið fór úr 26,7 milljónum dollara og niður í 12,6 milljónir dollara eða rúmlega 1,5 milljarð kr. í ár.

Hinsvegar minnkuðu tekjur deCODE á milli fyrrgreindra tímabila um nær helming, námu 8,9 milljónum dollara í ár m.v. 15 milljónir dollara á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Í tilkynningu um uppgjörið fyrir fyrsta ársfjórðung á heimasíðu deCODE segir m.a. að félaginu hafi tekist að selja skuldabréf (auction rated securites) fyrir 11 milljónir dollara og að í síðasta mánuði hafi félagið gert samning við Celera Corp. Um sölu á þremur erfðaprófum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×