Viðskipti erlent

Svínaflensan frestar mótmælum gegn Landsbanka

Sparifjáreigendur sem töpuðu fé sínu hjá Landsbankanum á Guernsey hafa ákveðið að fresta boðuðum mótmælum gegn bankanum vegna svínaflensunnar. Fólk frá öllum heimshornum ætlaði að koma saman til mótmælafundarins í næsta mánuði.

Samkvæmt frétt um málið á BBC segir að samtökin The Landsbanki Guernsey Depositors Action Group (LGDAG) sem ætluðu að standa að mótmælunum hafi sent frá sér tilkynningu um að frestunin væri í þágu heilsu íbúa Guernsey. Hinsvegar hafa engin tilfelli af svínaflensu komið upp á eyjunni.

Hingað til hafa sparifjáreigendurnir fengið 30% af innistæðum sínum hjá Landsbankanum endurgreiddar en þeir berjast nú fyrir því að fá hin 70% einnig endurgreidd. Guernsey fellur ekki beint undir bresku krúnuna og eru því ekki tryggðir af bankatryggingasjóð Bretlands.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×