Viðskipti erlent

Vaxtakostnaður almennings í Danmörku lækkar töluvert

Vaxtakostnaður almennings í Danmörku hefur lækkað töluvert frá því í fyrra. Vextir sem Danir greiða lánastofnunum sínum hafa þannig minnkað um 2,1 milljarð danskra kr., eða um 50 milljarða kr., milli mánaðanna nóvember í fyrra og september í ár.

Samkvæmt upplýsingum frá danska seðlabankanum sem fjallað er um í börsen.dk námu vaxtagreiðslur Dana 14% af ráðstöfunartekjum þeirra á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við 17% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Í heildina greiddu Danir 9,5 milljarða danskra kr. í vexti í september sem er 2,1 milljarði dkr. minna en í nóvember í fyrra.

Þessi lækkun á vaxtakostnaði Dana er fyrst og fremst tilkominn vegna lækkandi vaxta í landinu, að því er danski seðlabankinn segir. Frá því í nóvember á síðasta ári hafi vextir, sem Danir greiða af lánum sínum í bönkum og lánastofnunum í landinu, lækkað um 2,8 prósentustig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×