Atvinnurekendur í Evrópu aðeins hóflega bjartsýnir 10. september 2009 11:59 Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta. Grein er frá þessu á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að búist er við að kreppan muni hafa neikvæð áhrif um langa hríð á fjárfestingu , atvinnustig og fjármál opinberra aðila og grípa þurfi til fjölþættra aðgerða svo atvinnulífið blómstri á ný. Búist er við að verðbólga á evrusvæðinu á næsta ári verði að meðaltali 1,3% m.v. 0,3% á árinu 2009. Þetta kemur fram í nýrri haustspá Evrópusamtaka atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) um efnahagshorfurnar framundan. Í spá BUSINESSEUROPE segir að samtökin óttist það mjög að núverandi kreppa muni takmarka mjög vaxtarmöguleika fyrirtækja á næstu árum. Því sé mikilvægt að ráðast í tiltekin umbótarverkefni svo skapa megi ný störf og tryggja velferð. Samtökin vara t.a.m. sterklega við aukinni verndarstefnu og því að stjórnmálamenn ætli sér að leysa flest vandamál með aukinni skattheimtu. Skynsamlegra sé að leita nýrra leiða innan opinbera geirans og nútímavæða rekstur hins opinbera. Evrópusamtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á að virkni fjármálamarkaða verði tryggð og aðgangur fyrirtækja að fjármagni auðveldaður en þrátt fyrir mjög lága stýrivexti í Evrópu hefur fyrirtækjum reynst mjög erfitt að nálgast lánsfé. Þá telja þau mikilvægt að jafnvægi náist í fjármálum opinberra aðila án þess að atvinnulífinu verð íþyngt um of. Jafnframt telja samtökin mikilvægt að liðka fyrir fjárfestingu í nýsköpun. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta. Grein er frá þessu á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að búist er við að kreppan muni hafa neikvæð áhrif um langa hríð á fjárfestingu , atvinnustig og fjármál opinberra aðila og grípa þurfi til fjölþættra aðgerða svo atvinnulífið blómstri á ný. Búist er við að verðbólga á evrusvæðinu á næsta ári verði að meðaltali 1,3% m.v. 0,3% á árinu 2009. Þetta kemur fram í nýrri haustspá Evrópusamtaka atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) um efnahagshorfurnar framundan. Í spá BUSINESSEUROPE segir að samtökin óttist það mjög að núverandi kreppa muni takmarka mjög vaxtarmöguleika fyrirtækja á næstu árum. Því sé mikilvægt að ráðast í tiltekin umbótarverkefni svo skapa megi ný störf og tryggja velferð. Samtökin vara t.a.m. sterklega við aukinni verndarstefnu og því að stjórnmálamenn ætli sér að leysa flest vandamál með aukinni skattheimtu. Skynsamlegra sé að leita nýrra leiða innan opinbera geirans og nútímavæða rekstur hins opinbera. Evrópusamtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á að virkni fjármálamarkaða verði tryggð og aðgangur fyrirtækja að fjármagni auðveldaður en þrátt fyrir mjög lága stýrivexti í Evrópu hefur fyrirtækjum reynst mjög erfitt að nálgast lánsfé. Þá telja þau mikilvægt að jafnvægi náist í fjármálum opinberra aðila án þess að atvinnulífinu verð íþyngt um of. Jafnframt telja samtökin mikilvægt að liðka fyrir fjárfestingu í nýsköpun.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira