Viðskipti erlent

Tap á íslensku bönkunum verður kosningamál í Kent

Kjördæminu Kent í Englandi er stjórnað af Íhaldsflokknum sem raunar hefur mikinn meirihluta í sveitarstjórnum héraðsins. En kosningar eru framundan og tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verður eitt af kosningarmálunum.

Í umfjöllun um málið á BBC segir að reiknað sé með að stjórn Íhaldsflokksins haldi í kosningunum þann 4. Júní n.k. enda meirihlutinn mikill en Íhaldsmenn ráða 56 stjórnum á móti 20 hjá Verkamannaflokknum en Frjálslyndir eru síðan með sex stjórnir.

BBC segir að 50 milljón punda, eða 9,6 milljarða kr., tap sveitarstjórnanna á íslensku bönkunum verði eitt aðal kosningamálið. Bæði Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir vilja að kjósendur refsi Íhaldsflokknum fyrir að hafa farið gáleysislega með almanna fé með því að setja það inn á hávaxtareikninga hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Fé sem mjög óljóst er hvort nokkurn tímann muni endurheimtast.

„Báðir flokkarnir hafa hvatt kjósendur til að láta Íhaldsmenn finna fyrir því og reiði almennings yfir málinu gæti skilað sér í kjörkassana," segir í frétt BBC.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×