Handbolti

HM: Brasilíumenn misstu af tækifærinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Abdel Razek skýtur að marki Brasilíu í dag.
Abdel Razek skýtur að marki Brasilíu í dag. Nordic Photos / AFP
Brasilía varð af sjaldgæfu tækifæri til að láta til sín taka á stórmóti í handknattleik er liðið tapaði fyrir Egyptalandi á HM í Króatíu, 25-22.

Brasilíumenn eiga nú engan möguleika á að komast áfram í milliriðlakeppnina þar sem að Serbar unnu sigur á Sádí-Arabíu fyrr í dag, 38-29.

Lokaleikur D-riðils fer fram síðar í kvöld en þar eigast við Danir og Norðmenn. Þar sem að Noregur tapaði fyrir Serbum í gær er ljóst að ef Norðmenn ætla sér að fara með einhver stig í millriðlakeppnina verða þau að koma úr leik kvöldsins. Það er því mikið undir í leiknum en Danir eru með fullt hús stiga fyrir leikinn.


Tengdar fréttir

HM-samantekt: Óvænt tap Norðmanna

Norðmenn naga sig í handarbökin í kvöld eftir að þeir töpuðu óvænt fyrir Serbíu á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×