Budget Travel lokar á Írlandi 25. nóvember 2009 20:59 Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Í tilkynningunni segir ennfremur að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi staðið skil á öllum skilyrðum um tryggingar vegna ferðaskrifstofuleyfis á Írlandi, og að félagið sé með 14 milljónir evra í lausafé, samþykktu ferðamálayfirvöld ekki að endurnýja ferðaskrifstofuleyfi til handa félaginu, nema Primera Travel Group gæfi út opna og ótakmarkaða ábyrgð gagnavart öllum mögulegum skuldbindingum félagins. Þetta hefur í för með sér að komið er í veg fyrir að hægt er að endurskipuleggja rekstur félagsins, en forsenda þess er að fækka söluskrifstofum félagins sem eru 30 talsins á Írlandi. Því taldi Primera rétt að loka félaginu, þar sem nægt fé er í félaginu til að standa skil á öllum skuldbindingum félagsins. Vinnur Primera með ferðamálayfirvöldum við að flytja farþega félagins heim skv. fyrirhugaðri ferðaáætlun og verður ekkert rask á ferðum farþega á vegum Budget Travel og munu vélar Primera Air flytja farþega Budget Travel til Írlands skv. áætlun. Að lokum segist Primera harma að loka félagi sem er ekki gjaldþrota, en telur ekki forsvaranlegt að halda áfram rekstri félags á Írlandi, þar sem kreppan hefur haft gríðarleg áhrif, að óbreyttu. Með því að loka félaginu er hægt að tryggja að fullu hagsmuni farþega og birgja félagins. Primera mun skoða það hvort það telji vænlegt að hefja að nýju rekstur á Írlandi, undir öðrum formerkjum. Lokun Budget Travel hefur engin áhrif á önnur félög í eigu Primera Travel Group og gengur rekstur þeirra allra með ágætum í dag og hafa þau öll siglt farsællega í gegnum kreppu síðasta árs að eigin sögn. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum. Í tilkynningunni segir ennfremur að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi staðið skil á öllum skilyrðum um tryggingar vegna ferðaskrifstofuleyfis á Írlandi, og að félagið sé með 14 milljónir evra í lausafé, samþykktu ferðamálayfirvöld ekki að endurnýja ferðaskrifstofuleyfi til handa félaginu, nema Primera Travel Group gæfi út opna og ótakmarkaða ábyrgð gagnavart öllum mögulegum skuldbindingum félagins. Þetta hefur í för með sér að komið er í veg fyrir að hægt er að endurskipuleggja rekstur félagsins, en forsenda þess er að fækka söluskrifstofum félagins sem eru 30 talsins á Írlandi. Því taldi Primera rétt að loka félaginu, þar sem nægt fé er í félaginu til að standa skil á öllum skuldbindingum félagsins. Vinnur Primera með ferðamálayfirvöldum við að flytja farþega félagins heim skv. fyrirhugaðri ferðaáætlun og verður ekkert rask á ferðum farþega á vegum Budget Travel og munu vélar Primera Air flytja farþega Budget Travel til Írlands skv. áætlun. Að lokum segist Primera harma að loka félagi sem er ekki gjaldþrota, en telur ekki forsvaranlegt að halda áfram rekstri félags á Írlandi, þar sem kreppan hefur haft gríðarleg áhrif, að óbreyttu. Með því að loka félaginu er hægt að tryggja að fullu hagsmuni farþega og birgja félagins. Primera mun skoða það hvort það telji vænlegt að hefja að nýju rekstur á Írlandi, undir öðrum formerkjum. Lokun Budget Travel hefur engin áhrif á önnur félög í eigu Primera Travel Group og gengur rekstur þeirra allra með ágætum í dag og hafa þau öll siglt farsællega í gegnum kreppu síðasta árs að eigin sögn.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira