Karlar ráða lögum og lofum í atvinnulífinu á Norðurlöndum 18. nóvember 2009 09:25 Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi.Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman.Tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum. Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Niðurstöðurnar verða kynntar á ráðstefnu í Reykjavík dagana 18.-19. nóvember.Ef miðað er við að kynjajafnvægi sé náð með 40-60% þátttöku hvors kyns má segja að það hafi tekist á þjóðþingum Finnlands, Íslands og Svíþjóðar. Í Danmörku og í Noregi er hlutur kvenna tæplega 40%.Fjöldi þingkvenna hefur aukist frá miðjum 10. áratug síðustu aldar í öllum ríkjunum nema Noregi en þar er fjöldi þeirra svipaður og áður, segir Kirsti Niskanen, rannsóknarstjóri hjá NIKK. Í Danmörku hefur hlutur kvenna aukist hægt, í Finnlandi og Svíþjóð nokkuð hraðar en á Íslandi tók hann greinilegan kipp úr 25 í 43 af hundraði.Í Noregi og Svíþjóð er stjórnmálaflokkum frjálst að setja kynjakvóta á framboðslista og hafa þeir haft í för með sér að konum hefur fjölgað í stjórnmálum. Í Finnlandi eru persónukosningar, en fólk hefur verið hvatt til að kjósa konur og hefur það skilað góðum árangri.Í norrænum ríkisstjórnum er tiltölulega jafnt hlutfall kynja. Aðeins í Finnlandi eru konur í meirihluta í ríkisstjórn (60% konur og 40% karlar) en í Noregi og á Íslandi eru jafn margar konur og karlar í ráðherrasætum. Í sænsku og dönsku ríkisstjórnunum eru rúmlega 40% konur.Enn er þó áberandi að konur og karlar beita sér á ólíkum sviðum stjórnmálanna, þrátt fyrir að dæmi séu um að konur hafi haslað sér völl á hefðbundnum karlasviðum eins og fjármálum, utanríkis- og varnarmálum á undanförnum 15 árum.Mestur árangur hefur náðst í áberandi embættum þar sem fylgst er vel með. Í sveitarstjórnum er ekki lögð jafn mikil áhersla á jafnréttismál og því er hlutur kvenna þar rýrari en í landsmálapólitíkinni. Aðeins í Svíþjóð má segja að náðst hafi kynjajafnvægi í sveitarstjórnum en þar eru konur 42% fulltrúa. Finnar, Íslendingar og Norðmenn nálgast 40%-mörkin en aðeins fjórði hver fulltrúi í dönskum sveitarstjórnum er kona.Ef við skoðum stjórnir sveitarfélaganna er útkoman enn verri, segir Kirsti Niskanen. Í Danmörku eru aðeins 7% borgarstjóra konur. Hlutur finnskra og íslenskra kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist um 10 af hundraði frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar, úr 20% í 27% en á sama tíma hefur konum aðeins fjölgað úr 16% í 23% í Noregi. Í Svíþjóð hefur hlutur kvenna verið um 30 % síðan um miðjan tíunda áratuginn.Í atvinnulífi hefur ekki orðið vart við sams konar breytingar og í stjórnmálunum. Fræðimennirnir báru saman valdakerfi í fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöll og ríkisfyrirtækjum og komust að því að atvinnulífið er enn sem fyrr vígi karla með örfáum undantekningum. Hlutur kvenna í stjórnum einkafyrirtækja á Norðurlöndum er á bilinu 7-36%. Kynjajafnvægi er meira hjá ríkisfyrirtækjum þar sem þau lúta yfirleitt ákvæðum jafnréttislaga um jafnan hlut kynjanna.Noregur sker sig greinilega úr en þar hafa verið settir kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Kvótarnir fela í sér að í stjórnum fyrirtækja eiga að vera að minnsta kosti 40% konur og karlar. Fjöldi kvenna í stjórnum allra fyrirtækja í kauphöllinni í Ósló (bæði norskra og erlendra fyrirtækja) hefur því aukist að meðaltali úr 9% í 2004 í 26% á árinu 2009.Í Svíþjóð hefur konum fjölgað úr 4% um síðustu aldamót í 19%. Fjölgunina í Svíþjóð má skýra með umræðu sem leiddi til þess að kauphöllin setti reglur sem kveða á um jöfn hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Í hinum löndunum hafa slíkar breytingar ekki verið gerðar.Þó eru næstum eingöngu karlar í stjórnum einkafyrirtækja, jafnvel í þeim löndum þar sem hlutur kvenna hefur almennt aukist. Háttsettar konur er einkum að finna í fjármála- og fyrirtækjaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.Í sænskum fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni er hlutur kvenna meiri í stjórnum fyrirtækja með hátt gildi verðbréfa en minni hjá fyrirtækjum þar sem gildi verðbréfa er lægra. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi.Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman.Tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum. Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Niðurstöðurnar verða kynntar á ráðstefnu í Reykjavík dagana 18.-19. nóvember.Ef miðað er við að kynjajafnvægi sé náð með 40-60% þátttöku hvors kyns má segja að það hafi tekist á þjóðþingum Finnlands, Íslands og Svíþjóðar. Í Danmörku og í Noregi er hlutur kvenna tæplega 40%.Fjöldi þingkvenna hefur aukist frá miðjum 10. áratug síðustu aldar í öllum ríkjunum nema Noregi en þar er fjöldi þeirra svipaður og áður, segir Kirsti Niskanen, rannsóknarstjóri hjá NIKK. Í Danmörku hefur hlutur kvenna aukist hægt, í Finnlandi og Svíþjóð nokkuð hraðar en á Íslandi tók hann greinilegan kipp úr 25 í 43 af hundraði.Í Noregi og Svíþjóð er stjórnmálaflokkum frjálst að setja kynjakvóta á framboðslista og hafa þeir haft í för með sér að konum hefur fjölgað í stjórnmálum. Í Finnlandi eru persónukosningar, en fólk hefur verið hvatt til að kjósa konur og hefur það skilað góðum árangri.Í norrænum ríkisstjórnum er tiltölulega jafnt hlutfall kynja. Aðeins í Finnlandi eru konur í meirihluta í ríkisstjórn (60% konur og 40% karlar) en í Noregi og á Íslandi eru jafn margar konur og karlar í ráðherrasætum. Í sænsku og dönsku ríkisstjórnunum eru rúmlega 40% konur.Enn er þó áberandi að konur og karlar beita sér á ólíkum sviðum stjórnmálanna, þrátt fyrir að dæmi séu um að konur hafi haslað sér völl á hefðbundnum karlasviðum eins og fjármálum, utanríkis- og varnarmálum á undanförnum 15 árum.Mestur árangur hefur náðst í áberandi embættum þar sem fylgst er vel með. Í sveitarstjórnum er ekki lögð jafn mikil áhersla á jafnréttismál og því er hlutur kvenna þar rýrari en í landsmálapólitíkinni. Aðeins í Svíþjóð má segja að náðst hafi kynjajafnvægi í sveitarstjórnum en þar eru konur 42% fulltrúa. Finnar, Íslendingar og Norðmenn nálgast 40%-mörkin en aðeins fjórði hver fulltrúi í dönskum sveitarstjórnum er kona.Ef við skoðum stjórnir sveitarfélaganna er útkoman enn verri, segir Kirsti Niskanen. Í Danmörku eru aðeins 7% borgarstjóra konur. Hlutur finnskra og íslenskra kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist um 10 af hundraði frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar, úr 20% í 27% en á sama tíma hefur konum aðeins fjölgað úr 16% í 23% í Noregi. Í Svíþjóð hefur hlutur kvenna verið um 30 % síðan um miðjan tíunda áratuginn.Í atvinnulífi hefur ekki orðið vart við sams konar breytingar og í stjórnmálunum. Fræðimennirnir báru saman valdakerfi í fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöll og ríkisfyrirtækjum og komust að því að atvinnulífið er enn sem fyrr vígi karla með örfáum undantekningum. Hlutur kvenna í stjórnum einkafyrirtækja á Norðurlöndum er á bilinu 7-36%. Kynjajafnvægi er meira hjá ríkisfyrirtækjum þar sem þau lúta yfirleitt ákvæðum jafnréttislaga um jafnan hlut kynjanna.Noregur sker sig greinilega úr en þar hafa verið settir kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Kvótarnir fela í sér að í stjórnum fyrirtækja eiga að vera að minnsta kosti 40% konur og karlar. Fjöldi kvenna í stjórnum allra fyrirtækja í kauphöllinni í Ósló (bæði norskra og erlendra fyrirtækja) hefur því aukist að meðaltali úr 9% í 2004 í 26% á árinu 2009.Í Svíþjóð hefur konum fjölgað úr 4% um síðustu aldamót í 19%. Fjölgunina í Svíþjóð má skýra með umræðu sem leiddi til þess að kauphöllin setti reglur sem kveða á um jöfn hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Í hinum löndunum hafa slíkar breytingar ekki verið gerðar.Þó eru næstum eingöngu karlar í stjórnum einkafyrirtækja, jafnvel í þeim löndum þar sem hlutur kvenna hefur almennt aukist. Háttsettar konur er einkum að finna í fjármála- og fyrirtækjaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.Í sænskum fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni er hlutur kvenna meiri í stjórnum fyrirtækja með hátt gildi verðbréfa en minni hjá fyrirtækjum þar sem gildi verðbréfa er lægra.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira