Viðskipti erlent

Farþegafjöldi SAS hefur hrapað um tæp 13% í ár

Farþegafjöldinn hjá SAS flugfélaginu minnkað um 12,9% á fyrri helming ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Fækkunin nemur 2,4 milljónir farþega hjá félaginu frá áramótum.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að ef farþegafjöldinn er metinn í flugkílómetrum á hvern farþega sé samdrátturinn enn meiri eða rúmlega 14%.

SAS á í miklum fjárhagserfiðleikum eins og fram hefur komið í fréttum og stendur nú í erfiðum samningaviðræðum við starfsmenn sína um launalækkanir og niðurskurð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×