Golf

Landsbyggðin vann íslenska Ryderinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images
Úrvalslið landsbyggðarinnar vann í dag öruggan sigur á liði höfuðborgarinnar í bikarkeppninni í golfi sem hefur nefnd hin íslenska Ryder-keppni.

Staðan eftir fyrri keppnisdaginn var 9-3, landsbyggðinni í vil, og hún jók forystu sína í dag eftir að tólf viðureignir fóru fram í tvímenningi. Lokaúrslit var að landsbyggðin hlaut sautján vinninga en höfuðborgin sjö.

Úrslit tvímennings:

Leikur 1: Haraldur Franklín Magnús vann Örn Ævar Hjartarson, 1/0

Leikur 2: Andri Þór Björnsson vann Ólaf Hreinn Jóhannsson, 1/0

Leikur 3: Heiða Guðnadóttir vann Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir, 3/2

Leikur 4: Alfreð Brynjar Kristinsson og Magnús Lárusson skildu jafnir.

Leikur 5: Björgvin Sigurbergsson vann Arnór Ingi Finnbjörnsson, 1/0

Leikur 6: Sigurpáll Geir Sveinsson vann Guðjón Henning Hilmarsson, 3/2

Leikur 7: Signý Arnórsdóttir vann Ingunni Gunnarsdóttir, 7/6

Leikur 8: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson vann Guðmund Ágúst Kristjánsson, 3/2

Leikur 9: Helgi Birkir Þórisson vann Arnar Snæ Hákonarson, 1/0

Leikur 10: Birgir Guðjónsson vann Andra Má Óskarsson, 2/1

Leikur 11: Sigurþór Jónsson vann Axel Bóasson, 1/0

Leikur 12: Nökkvi Gunnarsson og Einar Haukur Óskarsson skildu jafnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×