Handbolti

FCK lagði GOG

Snorri Steinn sneri aftur með GOG í dag og skoraði sjö mörk
Snorri Steinn sneri aftur með GOG í dag og skoraði sjö mörk Mynd/Heimasíða GOG

Danska úrvalsdeildin í handbolta hófst á ný eftir hlé í dag. Meistarar FCK voru lengi að finna taktinn gegn GOG en unnu að lokum 35-32 sigur.

Leikmenn GOG geta sjálfum sér um kennt hvernig fór í dag því þeir komust í 9-3 og 15-9 í leiknum.

Arnór Atlason skoraði fimm mörk fyrir FCK í leiknum en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk fyrir GOG í sínum fyrsta leik í langan tíma eftir hnéuppskurð og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk.

FCK er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Silkeborg en GOG er enn stigi frá áttunda sæti deildarinnar sem gefur sæti í úrslitakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×