Handbolti

Sænski handboltinn: GUIF jafnaði metin gegn Sävehof

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hreiðar og félagar töpuðu í kvöld.
Hreiðar og félagar töpuðu í kvöld. Mynd/Aleksandar Djorovic

Kristján Andrésson og lærisveinar hans hjá GUIF halda áfram að gera það gott í sænska handboltanum en liðið jafnaði metin í rimmunni gegn Sävehof í kvöld.

GUIF vann þá á heimavelli, 30-26, en Sävehof vann fyrsta leik liðanna með tíu marka mun. Staðan í einvíginu því 1-1.

Hreiðar Guðmundsson er í liði Sävehof en fékk lítið að spreyta sig. Haukur Andrésson, yngri bróðir Kristjáns þjálfara, spilaði mikið og lék afar vel fyrir GUIF.

Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Hammarby og Alingsås. Hammarby jafnaði þá rimmu með sigri í kvöld. Staðan þar einnig 1-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×