Viðskipti erlent

AGS selur 400 tonn af gulli fyrir 1.600 milljarða

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur ákveðið að selja yfir 400 tonn af gullforða sínum. Verðmæti þessa gulls er um 13 milljarðar dollara, eða rúmlega 1.600 milljarðar kr.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar verður þetta þó gert án þess markaðurinn verði truflaður með sölunni. Gullið verður selt til seðlabanka og á almennum markaði og á að dreifa sölunni yfir nokkurra ára tímabil. Ástæðan fyrir þessari gullsölu er að sjóðurinn þarf meira fjármagn til áframhaldandi lánastarfsemi sinni við þjóðir í vanda.

Um er að ræða áttunda hluta af heildargullforða AGS en hann er talinn sá þriðji stærsti í heiminum. Sem stendur er heimsmarkaðsverð á gulli 1.010 dollarar fyrir únsuna. Þetta er ekki langt frá metverðinu sem náðist í mars s.l. er Það fór í tæplega 1.034 dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×