Viðskipti erlent

Hlutur Stoða í Royal Unibrew í hendur tóbakssjóðs

Hlutur Stoða í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hefur minnkað úr um 16% og niður í tæp 6% eftir hlutabréfaaukningu sem lauk nýlega. Það er hinn sterkefnaði tóbakssjóður Augustinus sem er nýr stórhluthafi í Royal Unibrew með 10% hlut samkvæmt frétt um málið á börsen.dk.

Greint var frá því hér á síðunni í morgun að bæði Stoðir og Straumur hefðu haldið sínum hlutum í hlutafjáraukningunni sem var upp á um 400 miljónir danskra kr. eða um 10 milljarða kr. Var þetta haft eftir vefsíðunni business.dk en reyndist rangt samkvæm nýrri frétt á börsen.dk.

Hinsvegar hefur fréttastofan fengið staðfest hjá Straumi að þeir hafi tekið þátt í hlutafjáraukningunni og haldi áfram rúmlega 5% hlut sínum. Straumsmenn telja Royal Unibrew áhugavert í augnablikinu og með mikla framtíðarmöguleika.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×