Handbolti

GOG vann óvæntan sigur á AaB

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Ásgeir Örn Hallgrímsson. Mynd/Stefán

Úrslitakeppnin í danska handboltanum hófst í dag. Íslendingaliðið GOG kom mjög á óvart með því að rúlla upp meistarakandidötum AaB, 38-25, í fyrsta leiknum.

AaB vann deildina og GOG varð í áttunda sæti þannig að úrslitin eru afar óvænt. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 4 mörk fyrir GOG í leiknum en Snorri Steinn Guðjónsson er meiddur.

Kolding vann Viborg, 28-32, í hinum leik dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×