Golf

Valdís Þóra með eitt högg í forskot eftir fyrsta dag hjá konunum

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni. Mynd/Golfsamband Íslands.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í höggleik. Valdís Þór hélt forskoti sínu þrátt fyrir að fá skolla á síðustu fjórum holunum.

Valdís Þóra lék holurnar átján á 74 höggum í dag eða þremur höggum yfir pari. Í öðru sæti er Ásta Birna Magnúsdóttir úr Keili sem lék á 75 höggum.

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Helena Árnadóttir úr GA, kemur síðan í 3. til 5. sæti ásamt þeim Rögnu Björk Ólafsdóttur úr GK og Eygló Myrru Óskarsdóttur úr GO. Þær léku allar á 77 höggum og eru því þremur höggum á eftir Valdísi Þóru.

Íslandsmótið í höggleik - staðan eftir fyrsta dag hjá konunum

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 74

2. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK 75

3. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK 77

3. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO 77

3. Helena Árnadóttir, GR 77

6. Tinna Jóhannsdóttir, GK 78

6. Berglind Björnsdóttir, GR 78

6. Karen Sævarsdóttir; GO 78

6. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 78

6. Þórdís Geirsdóttir, GK 78






Fleiri fréttir

Sjá meira


×