Viðskipti erlent

Hagnaður norska olíusjóðsins 70% af landsframleiðslu Noregs

Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár.

Uppgjör sjóðsins fyrir ársfjórðunginn var birt í morgun. Samkvæmt því nam hagnaðurinn 13,5% af eignum sjóðsins en þær nema nú 2.549 milljörðum norskra kr. eða hinni stjarnfærðilegu upphæð tæplega 57.000 milljörðum kr.

Það var einkum hinn mikla uppsveifla á hlutabréfamörkuðum heimsins og stöðugleiki á vaxtamarkaðinum sem liggur að baki hinu góða uppgjöri sjóðsins.

Yngve Slyngstad forstjóri olíusjóðsins segir að þróunin sem varð á öðrum ársfjórðungi ársins hafi haldið áfram á þeim þriðja sem þýðir að hagnaður sjóðsins í ár er orðinn 529 milljarðar kr. en nokkru meiri en nemur landsframleiðslu Noregs.

Slyngstad reiknar ekki með jafnmiklum hagnaði á yfirstandandi ársfjórðungi og telur að sjóðurinn hafi nú náð því sem hægt er að ná út úr hlutabréfaeignum sínum að því er segir á vefsíðunni e24.no.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×