Handbolti

Rússi í stað Ólafs Stefánssonar?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það gengur hægt hjá forráðamönnum Ciudad að finna mann í stað Ólafs.
Það gengur hægt hjá forráðamönnum Ciudad að finna mann í stað Ólafs. Mynd/Vilhelm

Ciudad Real leitar þessa dagana logandi ljósi af arftaka Ólafs Stefánssonar hjá félaginu en hann fer sem kunnugt er til Rhein-Neckar Löwen í sumar.

Þann 11. apríl næstkomandi kemur Rússinn Aliksandr Semikov til félagsins á reynslu. Félagið ætlar að skoða hann og athuga hvort hann geti fyllt skarð Ólafs.

Semikov hefur verið án félags síðan um áramótin. Hann var að spila með Medvedi í Rússlandi en lenti upp á kant við þjálfarann gamalreynda, Maximov, sem í kjölfarið losaði sig við hann.

Upphaflega stóð til að Svíinn Kim Andersson myndi fylla skarð Ólafs en hann ákvað að vera áfram hjá Kiel.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×