Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á uppleið og hækkaði WTI léttolían um 0,8% á markaðinum í New York undir lokin í gærkvöldi. Stendur verðið í 69,4 dollurum fyrir opnun markaðarins í dag.

 

Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk er það veiking dollarans sem veldur hækkununum nú en dollarinn hefur ekki verið veikari gagnvart evrunni í eitt ár. Vegna veikingar dollarans flykkjast fjárfestar í olíuna til að verja sig gegn verðbólgu.

 

Aðrar tölur hefðu átt að benda til þess að olíuverðið héldist stöðugt eða jafnvel lækkaði um þessar mundir. Börsen bendir á að birgðir af unninni olíu hafi stöðugt aukist síðustu fjórar vikunnar og hafa ekki verið meiri undanfarin 26 ár.

 

Þá hafa bensínbirgðir í Bandaríkjunum og Japan einnig aukist samhliða því að dregið hefur úr eftirspurn í kjölfar kreppunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×