Viðskipti erlent

Mótmæli vegna Kaupþings við Downing Street 10

Mótmælendur munu safnast saman við Downing Street 10, bústað forsætisráðherra Bretlands í dag til að mótmæla 6,5 milljón punda tapi krabbameinssamtakanna Christie hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi.

Samkvæmt frétt á BBC er ætlunin að afhenda lista með um 100.000 undirskriftum þar sem þess er krafist að fyrrgreind upphæð, jafnvirði rúmlega 1,2 milljarða kr. verði endurgreidd samtökunum.

Í hópnum sem mótmælir í dag verða starfsmenn góðgerðarsamtaka, krabbameinssjúklingar og fjölskyldur þeirra.

Bankatryggingarsjóður Bretlands hefur áður hafnað kröfu Christie um að fá féið endurgreitt en samtökin eru staðsett í Manchester.

Hópur mótmælenda safnaðist saman í Manchester í gærdag og hélt síðan til London í morgun.

Lord Keith Bradley, formaður góðgerðasjóða Christie segir að hinn mikli stuðningur við málstað samtakanna meðal almennings hafi komið þeim á óvart.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×