Viðskipti erlent

BBC segir yfirtöku Straums á West Ham ólíklega

Fram kemur í frétt á vefsíðu BBC í dag að ólíklegt þyki að Straumur muni yfirtaka fótboltafélagið West Ham sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Samkvæmt BBC komu tveir kaupendur að félaginu fram á sjónarsviðið um helgina. Annar er frá Miðausturlöndum og hinn frá Austurlöndum fjær.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu eru þessir tveir kaupendur sem BBC nefnir til sögunnar ekki nýir af nálinni. Þeir munu tilheyra þeim tíu aðilum sem áður hafa sýnt því áhuga að kaupa West Ham.

Enn fótboltasérfræðingurinn sem BBC vitnar til segir að það sé síður en svo öruggt að Straumur yfirtaki West Ham. „Það er aðeins einn af þeim möguleikum sem eru á dagskrá félagsins," segir hann.

Eins og kunnugt er af fréttum er Straumur stærsti kröfuhafinn í Hansa, eignarhaldsfélagið á bakvið West Ham en Hansa er í greiðslustöðvun. Georg Andersen talsmaður Straums vildi ekki tjá sig um málið. „Við erum bundnir trúnaði gagnvart viðskiptavinum okkar," segir Georg í samtali við BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×