Handbolti

Vori besti leikmaðurinn á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Igor Vori í leiknum í dag en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.
Igor Vori í leiknum í dag en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Nordic Photos / AFP
Króatinn Igor Vori var í dag valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í handbolta sem lauk í Króatíu í dag.

Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á heimamönnum í úrslitaleik. Hvort lið átti þrjá leikmenn í liði mótsins auk þess sem Pólland, sem hlaut brons, átti einn.

Kiril Lazarov frá Makedóníu var markahæsti leikmaður mótsins með 92 mörk sem er nýtt met. Gamla metið átti Suður-Kóreumaðurinn Yoon er hann skoraði 86 mörk á HM á Íslandi árið 1995.

Lið mótsins:

Markvörður: Thierry Omeyer, Frakklandi.

Línumaður: Igor Vori, Króatíu.



Vinstri hornamaður
: Michael Guigou, Frakklandi.

Hægri hornamaður: Ivan Cupic, Króatíu.

Vinstri skytta: Blazenko Lackovic, Króatíu.

Leikstjórnandi: Nikola Karabatic, Frakklandi.



Hægri skytta
: Marcin Lijewski, Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×