HM-samantekt: Jafntefli hjá Þýskalandi og Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 12:24 Það var hart tekið á Pascal Hens og félögum í þýska landsliðinu í gær. Nordic Photos / AFP Fá óvænt úrslit voru á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hófst í Króatíu í fyrrakvöld. Vísir tekur saman það helsta sem gerðist á fyrsta keppnisdegi. Evrópsku liðin voru áberandi í gær og unnu flest sína leiki gegn liðum sem voru ekki frá Evrópu. Eina undantekningin er sú að Túnis vann sigur á Makedóníu en síðarnefnda liðið vann Ísland í undankeppni mótsins. Annars voru einna athyglisverðustu úrslitin þau að heimsmeistararnir, Þýskaland, gerðu jafntefli í fyrsta leik gegn Rússum, 26-26. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins.A-riðill: Úrslit: Slóvakía - Argentína 27-25 Ungverjaland - Ástralía 41-27 Frakkland - Rúmenía 31-21 Ólympíumeistarar Frakklands þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Rúmenum og fóru í gegnum leikinn af gömlum vana. Nikola Karabatic og Guigou voru markahæstir með sjö mörk hvor. Eins og mátti búast við áttu Ungverjar í nákvæmlega engum vandræðum með Ástrali en leikur Slóvakíu og Argentínu var meira spennandi. Á endanum skildi markvarsla Richard Stochl (sautján varin skot) og þrettán mörk Stranovsky-bræðranna á milli liðanna tveggja. Þetta var einkar mikilvægur sigur Slóvaka enda ljóst að Argentína myndi gera sterka atlögu að því að komast áfram annað hvort á kostnað Slóvaka eða Rúmena.B-riðill: Úrslit: Króatía - Suður-Kórea 27-26 Spánn - Kúveit 47-17 Svíþjóð - Kúba 41-14 Fyrirfram var þessi riðill, ásamt D-riðli, hvað minnst spennandi og Evrópuþjóðirnar þrjár taldar líklegastar til að komast áfram. En Suður-Kóreumenn minntu vel á sig í opnunarleiknum á föstudaginn og sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Gamla kempan Kyung-Shin Yoon er hættur með landsliðinu en þetta unga landslið stóð lengi vel í gestgjöfunum.C-riðill: Úrslit: Pólland - Alsír 39-22 Þýskaland - Rússland 26-26 Makedónía - Túnis 24-25 Túnis er líklega með sterkasta liðið á mótinu sem er ekki frá Evrópu. Liðið vann sigur á Íslandi á æfingamótinu í Svíþjóð og byrjaði vel í gær með því að leggja liðið sem gekk frá Íslandi í undankeppninni - Makedóníu. Wissem Hmam, einn besti leikmaður Túnis, var þó ekki með í gær vegna meiðsla. Pólverjar fóru létt með Alsír, 39-22, og leikur Þýskalands og Rússlands var aðeins einn tveggja leikja milli tveggja Evrópuþjóða - hinn var á milli Frakka og Rúmena. En það verður ekki annað sagt að Þjóðverjar hafi misst öruggan sigur úr höndunum. Liðið var með fimm marka forystu, 25-20, þegar níu mínútur voru til leiksloka en tókst að missa leikinn í jafntefli.D-riðill: Úrslit: Noregur - Sádí-Arabía 39-23 Egyptaland - Serbía 22-30 Danmörk - Brasilía 40-27 Það var afar fátt sem kom á óvart í þessum riðli og allir sigrar gærdagsins afar öruggir. Helst kom á óvart hversu öruggur sigur Serba á Egyptum var en greinilegt er það þarf mikið að gerast ef Evrópuþjóðirnar þrjár eiga ekki að komast áfram í milliriðlana.Leikir dagsins: A-riðill: 14.00 Ástralía - Slóvakía 16.00 Rúmenía - Ungverjaland 18.00 Argentína - FrakklandB-riðill: 15.30 Kúba - Spánn 17.30 Suður-Kórea - Svíþjóð 19.30 Kúvæt - KróatíaC-riðill: 14.30 Alsír - Makedónía 16.30 Túnis - Þýskaland 18.30 Rússland - PóllandD-riðill: 15.15 Brasilía - Noregur 17.15 Sádí-Arabía - Egyptaland 19.15 Serbía - Danmörk Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Fá óvænt úrslit voru á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hófst í Króatíu í fyrrakvöld. Vísir tekur saman það helsta sem gerðist á fyrsta keppnisdegi. Evrópsku liðin voru áberandi í gær og unnu flest sína leiki gegn liðum sem voru ekki frá Evrópu. Eina undantekningin er sú að Túnis vann sigur á Makedóníu en síðarnefnda liðið vann Ísland í undankeppni mótsins. Annars voru einna athyglisverðustu úrslitin þau að heimsmeistararnir, Þýskaland, gerðu jafntefli í fyrsta leik gegn Rússum, 26-26. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins.A-riðill: Úrslit: Slóvakía - Argentína 27-25 Ungverjaland - Ástralía 41-27 Frakkland - Rúmenía 31-21 Ólympíumeistarar Frakklands þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Rúmenum og fóru í gegnum leikinn af gömlum vana. Nikola Karabatic og Guigou voru markahæstir með sjö mörk hvor. Eins og mátti búast við áttu Ungverjar í nákvæmlega engum vandræðum með Ástrali en leikur Slóvakíu og Argentínu var meira spennandi. Á endanum skildi markvarsla Richard Stochl (sautján varin skot) og þrettán mörk Stranovsky-bræðranna á milli liðanna tveggja. Þetta var einkar mikilvægur sigur Slóvaka enda ljóst að Argentína myndi gera sterka atlögu að því að komast áfram annað hvort á kostnað Slóvaka eða Rúmena.B-riðill: Úrslit: Króatía - Suður-Kórea 27-26 Spánn - Kúveit 47-17 Svíþjóð - Kúba 41-14 Fyrirfram var þessi riðill, ásamt D-riðli, hvað minnst spennandi og Evrópuþjóðirnar þrjár taldar líklegastar til að komast áfram. En Suður-Kóreumenn minntu vel á sig í opnunarleiknum á föstudaginn og sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Gamla kempan Kyung-Shin Yoon er hættur með landsliðinu en þetta unga landslið stóð lengi vel í gestgjöfunum.C-riðill: Úrslit: Pólland - Alsír 39-22 Þýskaland - Rússland 26-26 Makedónía - Túnis 24-25 Túnis er líklega með sterkasta liðið á mótinu sem er ekki frá Evrópu. Liðið vann sigur á Íslandi á æfingamótinu í Svíþjóð og byrjaði vel í gær með því að leggja liðið sem gekk frá Íslandi í undankeppninni - Makedóníu. Wissem Hmam, einn besti leikmaður Túnis, var þó ekki með í gær vegna meiðsla. Pólverjar fóru létt með Alsír, 39-22, og leikur Þýskalands og Rússlands var aðeins einn tveggja leikja milli tveggja Evrópuþjóða - hinn var á milli Frakka og Rúmena. En það verður ekki annað sagt að Þjóðverjar hafi misst öruggan sigur úr höndunum. Liðið var með fimm marka forystu, 25-20, þegar níu mínútur voru til leiksloka en tókst að missa leikinn í jafntefli.D-riðill: Úrslit: Noregur - Sádí-Arabía 39-23 Egyptaland - Serbía 22-30 Danmörk - Brasilía 40-27 Það var afar fátt sem kom á óvart í þessum riðli og allir sigrar gærdagsins afar öruggir. Helst kom á óvart hversu öruggur sigur Serba á Egyptum var en greinilegt er það þarf mikið að gerast ef Evrópuþjóðirnar þrjár eiga ekki að komast áfram í milliriðlana.Leikir dagsins: A-riðill: 14.00 Ástralía - Slóvakía 16.00 Rúmenía - Ungverjaland 18.00 Argentína - FrakklandB-riðill: 15.30 Kúba - Spánn 17.30 Suður-Kórea - Svíþjóð 19.30 Kúvæt - KróatíaC-riðill: 14.30 Alsír - Makedónía 16.30 Túnis - Þýskaland 18.30 Rússland - PóllandD-riðill: 15.15 Brasilía - Noregur 17.15 Sádí-Arabía - Egyptaland 19.15 Serbía - Danmörk
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti