Golf

Björgvin vann Einvígið á Nesinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Björgvin Sigurbergsson. Mynd/Pjetur
Björgvin Sigurbergsson. Mynd/Pjetur

Björgvin Sigurbergsson úr Keili vann sigur á Einvíginu á Nesinu á Seltjarnarnesinu í dag. Mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997.

Björgvin vann þetta sama mót 2001 og er þetta í annað sinn sem hann vinnur þennan titil.

Bráðabana þurfti til að fá fram úrslit en Björgvin lagði heimamanninn Ólaf Björn Loftsson að velli. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS varð í þriðja sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×