Handbolti

Ísland í efri styrkleikaflokknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslendingar fagna sigrinum á Makedóníu í vikunni.
Íslendingar fagna sigrinum á Makedóníu í vikunni. Mynd/Daníel

Ísland verður í efri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM í Austurríki sem fer fram í janúar á nsæta ári.

Liðunum sextán sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni verður skipt í tvo flokka. Ísland er í hópi með sterkari liðunum.

Það er þó ekki hægt að segja að Ísland er í efsta styrkleikaflokki. Búið er að raða þeim fjórum hæst skrifuðu liðunum í riðla svo þau geti ekki dregist gegn hvort öðru. Ísland mun því mæta einu þeirra í riðlakepppninni og svo tveimur úr neðri styrkleikaflokknum.

Í dag tryggðu tvö síðustu liðin sig inn á EM en það voru Slóvenía og Ungverjaland.

Ísland gerði í dag 25-25 jafntefli við Eistland í sínum lokaleik í undankeppninni. Þar sem Noregur tapaði fyrir Makedóníu á sama tíma dugði stigið Íslandi efsta sæti riðilsins og þar með sæti í efri styrkleikaflokknum. Noregur er í þeim neðri.

Þó eru langflest liðin í neðri styrkleikaflokknum afar sterk enda yfirleitt talið að EM sé sterkara mót en HM í handbolta.

Dregið verður í riðlana í Vínarborg á miðvikudaginn næstkomandi.

Efri styrkleikaflokkur:

Danmörk (A-riðill)

Króatía (B-riðill)

Þýskaland (C-riðill)

Frakkland (D-riðill)

Svíþjóð

Rússland

Ísland

Spánn

Neðri styrkleikaflokkur:

Austurríki (A-riðill)

Pólland

Serbía

Noregur

Ungverjaland

Slóvenía

Tékkland

Úkraína

A-riðill verður leikinn í Linz, B-riðill í Graz, C-riðill í Wiener Neustadt og D-riðill í Innsbrück. Milliriðlakeppnin fer annars vegar fram í Innsbrück og Vínarborg en úrslitin fara eingöngu fram í höfuðborginni Vín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×