Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni 26. ágúst 2009 08:34 Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira