Viðskipti erlent

Toyota innkallar 690 þúsund bíla

Katsuaki Watanabe, forstjóri Toyota.
Katsuaki Watanabe, forstjóri Toyota. Mynd/AP
Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota, hefur innkallað allt að 690 þúsund bíla vegna bilana í rafdrifnum rúðum. Toyota bílarnir eru sem kunnugt er framleiddir í Japan en þeir bílar sem innkallaðir hafa verið voru framleiddir í Kína.

Þeir Toyota bílar sem um ræðir eru Corolla, Yaris, Camry og Vios.

Aldrei áður hefur Toyota þurft að innkalla svo marga bíla sem framleiddir hafa verið í Kína.

„Innköllunin mun einungis hafa áhrif á Toyota til skamms tíma en afleiðingarnar verða ekki alvarlegar fyrir fyrirtækið þar sem eðli gallanns er minniháttar," segir Huang Zherui, sérfræðingur hjá CSM worldwide.

Innkallaðar hafa verið tæplega 385 þúsund Camry bifreiðar sem framleddar voru á árunum 2006-2008, hátt í 250 þúsund Corolla bifreiðar, rúmlega 35 þúsund Vios bifreiðar og tæplega 23 þúsund Yaris bifreiðar sem framleiddar voru á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×