Viðskipti erlent

Þýska stjórnvöld vara við Internet Explorer

Þýsk stjórnvöld vara netnotendur við því að nota Internet Explorer til að vafra um á veraldarvefnum og ráðleggja fólki að finna sér annan vafra. Viðvörunin var send út eftir að Microsoft viðurkenndi að forritið væri veiki hlekkurinn í nýlegum árásum á Google leitarsíðuna í Kína.

Microsoft hafnar hins vegar viðvörun þýskra stjórnvalda og segir að áhætta notenda sé lítil. Árásirnar á Google hafi verið gerðar af hópi fólks með nákvæma og sérhæft markmið, en ekki á venjulega notendur netsins. Eftir árásirnar hótaði Google að loka starfsemi sinni í Kína.

Microsoft er að vinna að uppfærslu á forritinu til að stoppa upp í gatið sem tölvuþrjótarnir nýttu sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×