Handbolti

Konráð rak leikmann án leyfis og var sjálfur látinn fara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Konráð Olavsson.
Konráð Olavsson. Mynd/Stefán
Konráð Olavsson er hættur sem þjálfari norska handboltaliðsins Kristiansand og upp er komin mikil krísa í félaginu eftir atburði síðustu daga. Kristiansand spilar í norsku b-deildinni.

Upphafið af öllu var að Konráð rak leikmanninn Christian Abrahamsen frá félaginu án þess að hafa samráð við stjórn félagsins. Christian Abrahamsen hafði ásamt fleiri leikmönnum gagnrýnt Konráð í fjölmiðlum.

Stjórnin kallaði Konráð síðan á fund og niðurstaða hans var að það væri það besta fyrir klúbbinn að Konráð hætti sem þjálfari liðsins.

Kristiansand eða KIF Håndball er nú í neðsta sæti deildarinnar, án þjálfara og með sundraðan leikmannahóp ef marka má frétt í blaðinu Fædrelandsvennen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×