Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir hækkuðu mikið á árinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
FTSE hækkaði um 22% á árinu. Mynd/ AFP.
FTSE hækkaði um 22% á árinu. Mynd/ AFP.
Hlutabréfamarkaðir á flestum stöðum í heiminum hafa verið á uppleið síðan í mars, en þá náðu þeir botninum á nýliðnu ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Þar er bent á að árið hafi einkennst af því að stjórnvöld og seðlabankar hvarvetna um heiinn hafi gripið til óhefðbudninna aðgerða til þess að koma hagkerfi þeirra í gang.

FTSE vísitalan í London hækkaði um 22% og hefur ekki hækkað meira síðan 1997. Dax vísitalan í Þýskalandi hækkaði um 23% og Cac vísitalan í Frakklandi hækkaði um 22%.

Greiningaraðilar segja að þessar hækkanir á hlutabréfavísitölunum skýrist af almennum bata í alþjóðahagkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×