Handbolti

Berglind Íris til Noregs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berglind Íris Hansdóttir í leik með Val í N1-deild kvenna.
Berglind Íris Hansdóttir í leik með Val í N1-deild kvenna. Mynd/Stefán

Landsliðsmarkvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hefur gengið frá tveggja ára samningi við Fredrikstad Ballklubb sem leikur í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Fredrikstad komst upp í úrvalsdeildina í vor í gegnum umspil en forráðamenn félagsins sögðust á heimasíðu þess vera afar ánægðir með að hafa fengið Berglindi til liðs við sig.

„Það voru fleiri félög sem vildu fá hana en hún valdi okkur og við erum ánægðir með það," sagði á heimasíðu félagsins.

Berglind er unnusta Bjarna Ólafs Eiríkssonar knattspyrnumanns sem leikur með norska úrvalsdeildarfélaginu Stabæk. Hún varð Íslandsmeistari með Val nú í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×