Handbolti

Björgvin Páll besti maður vallarins þegar Kadetten fór í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Diener

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten Schaffhausen tryggðu sér sæti í úrslitaleik EHF-bikarsins með 24-22 sigri á SG Flensburg-Handewitt í seinni undanúrslitaleik liðanna í Sviss í dag. Flensburg vann fyrri leikinn 31-30 á heimavelli.

Alexander Petersson og félagar í Flensburg voru með fimm marka forskot, 18-13, þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum en þá lokaði Björgvin Páll markinu í átta mínútur og Kadetten minnkaði muninn í 17-18.

Annar frábær kafli Kadetten fylgdi á eftir þegar þeir breyttu stöðunni úr 20-21 í 24-21 á fjórum mínútum og lögðu með því grunninn að frábærum sigri.

Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Kadetten Schaffhausen og var valinn besti maður leiksins. Alexander Petersson skoraði fimm mörk í leiknum fyrir Flensburg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×