Viðskipti erlent

Kreppan hefur kostað 30 milljónir manns atvinnu sína

Dominique Strauss-Khan forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi hingað til kostað um 30 milljónir manns atvinnu sína á heimsvísu.

Strauss-Khan segir að sköpun atvinnutækifæra sé nú forgangsmál í baráttunni gegn kreppunni. Jafnframt er haft eftir honum í alþjóðlegum fréttamiðlum að kreppunni sé ekki lokið fyrr en dregið hafi úr þessu mikla atvinnuleysi.

Strauss-Khan segir að fyrsta, annað og þriðja forgangsmálið sé atvinnusköpun en á næstu tíu árum munu 450 milljónir manna koma nýir á vinnumarkaðinn í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×