Viðskipti erlent

Eik Banki yfirtekinn af bankaumsýslu Danmerkur

Bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, mun yfirtaka færeyska bankann Eik Banki síðar í kvöld.

Eik Banki fékk lokafrest til klukkan níu að okkar tíma til að uppfylla kröfur danska fjármálaeftirlitsins. Eik Banki segir í tilkynningu að það geti hann ekki.

Börsen.dk segir í kvöld að þetta muni kosta danska skattgreiðendur milljarða danskra kr. eða tugi milljarða kr.

Bankaumsýsla Danmerkur mun nú yfirfara bókhald bankans. Skera frá því lélega lántakendur sem ekki geta staðið í skilum en almenningur sem er með reikninga í Eik Banki munu ekki bera skarðan hlut frá borði.

Eins og áður hefur komið fram er Eik Bank, dótturbanki hins færeyska banka í Danmörku, stærsti netbanki Danmerkur með um 100.000 viðskiptavini. Innistæður þeirra munu verða tryggðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×