Handbolti

Lemgo þriðja Íslendingaliðið í undanúrslitum EHF-bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Savarsson var góður í lokin þegar Lemgo komst í undanúrslit EHF-bikarsins í kvöld.
Vignir Savarsson var góður í lokin þegar Lemgo komst í undanúrslit EHF-bikarsins í kvöld. Mynd/Diener
Lemgo varð í kvöld þriðja Íslendingaliðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta en áður höfðu lið Björgvins Páls Gústavssonar og Alexanders Petersson komist áfram í keppninni í gær. Vignir Svavarsson lék með Lemgo en Logi Geirsson spilaði ekki.

Lemgo tapaði reyndar 31-32 fyrir spænska liðinu BM Aragon á Spáni í kvöld en höfðu sjö mörk upp á hlaupa frá því 30-23 sigri liðsins í fyrri leiknum í Þýskalandi.

Aragon komst fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik og var 18-14 yfir í hálfleik. Vignir Svavarsson átti hinsvegar sterka innkomu í lokin og skoraði þrjú af síðustu sjö mörkum Lemgo í leiknum. Þetta voru öll mörk Vignis í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×