Handbolti

Stórt tap hjá Haukum sem eru úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórður Rafn skoraði fimm mörk fyrir Hauka í dag.
Þórður Rafn skoraði fimm mörk fyrir Hauka í dag. Mynd/Daníel
Haukar áttu aldrei möguleika gegn þýska liðinu Grosswallstadt og eru úr leik í EHF-bikarkeppninni í handbolta.

Grosswallstadt vann leikinn, 28-17, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 14-6.

Þeir þýsku unnu fyrri leikinn með aðeins tveimur mörkum ytra um síðustu helgi og voru Haukar því í ágætri stöðu fyrir leikinn í dag.

Staðan var 1-1 eftir níu mínútna leik en þá setti Grosswallstadt allt í gang og voru fljótir að komast í sex marka forystu, 10-4.

Tjörvi Þorgeirsson og Þórður Rafn Guðmundsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka og Stefán Rafn Sigurmannsson var með þrjú. Fjórir leikmenn skoruðu eitt mark en eins og þessar tölur bera með sér var sóknarleikur Hauka slakur í dag.

Sverre Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt en lék að venju í vörn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×