Viðskipti erlent

Verulega dregur úr kortanotkun í Bandaríkjunum

Verulega hefur dregið úr notkun greiðslukorta meðal almennings í Bandaríkjunum í ár miðað við árið í fyrra. Í ár eru 78 milljónir Bandaríkjamanna án greiðslukorta en í fyrra var þessi fjöldi 70 milljón manns.

Gerri Detweiler hjá Credit.com segir í samtali við CNN Money að þessar tölur séu eindæmi. Hann hafi fylgst með notkun greiðslukorta frá árinu 1987 og aldrei frá þeim tíma séð að tölur um notkun kortana í Bandaríkjunum hafi minnkað milli ára. Þvert á móti hafi notkun ætíð aukist milli ára.

Detweiler segir að skýringin á þessu liggi í kreppunni og því að almenningur í Bandríkjunum hafi nú minna milli handanna en áður. „Þegar fólk er með tryggan fjárhag og telur efnahagslífið í lagi þá telur það greiðslukortanotkun örugga," segir Detweiler. „Nú er almenningur óttasleginn og óöruggur um efnahagsstöðuna."

Fram kemur í umfjöllun CNN Money að ekki sé aðeins um verulegan samdrátt í fjölda greiðslukorta að ræða heldur hafa upphæðirnar einnig minnkað. Samkvæmt upplýsingum frá Transunion hefur meðalskuld á kortunum lækkað um 11% frá í fyrra og stendur nú í tæpum 600.000 kr.

Ben Woolsey hjá Creditcards.com segir að hluti skýringarinnar á samdrætti í fjölda kortanna sé vegna þess að greiðslukortafyrirtækin hafi tekið til í þessum viðskiptum og lokað þeim kortum sem eru ekkert eða lítið notuð. Einnig séu nú strangari reglur um hverjir fái kort til notkunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×