Viðskipti erlent

Arnold Schwarzenegger leitar að 64 þúsund milljörðum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnold Schwarzenegger er að leita að peningum fyrir gamla fólkið. Mynd/ AFP.
Arnold Schwarzenegger er að leita að peningum fyrir gamla fólkið. Mynd/ AFP.
Eftirlaunakerfið í Kaliforníu er komið að þrotum. Þrjá stærstu sjóði fylkisins vantar nefnilega 500 milljarða dala til þess að geta starfað eðlilega. Upphæðin samsvarar 64 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta sýna útreikningar sem hópur stúdenta við Stanford háskóla hafa gert segir dagblaðið Sacramento Bee.

Arnold Scwarzenegger fylkisstjóri segir að stoppa eigi í gatið með peningum sem annars hefðu verið nýttir í aðra opinbera starfsemi, líkt og skóla eða sjúkrahús.

Schwarzenegger hefur boðað miklar breytingar á eftirlaunakerfinu vegna þessa. Það muni þýða minni kostnað fyrir hið opinbera og að hærra hlutfall eftirlaunasparnaðarins komi frá launþegum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×