Handbolti

Góð úrslit fyrir íslensku stelpurnar - vantar bara eitt stig í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir er í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu.
Karen Knútsdóttir er í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu.
Frakkar unnu öruggan 29-22 sigur á Austurríki í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta í kvöld sem voru mjög góð úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið. Frakkar hafa tryggt sér sæti á EM en Ísland hefur fjögurra stiga forskot á Austurríki í baráttunni um annað sætið.

Frakkar eru efstir í riðlinum með 8 stig að loknum fjórum leikjum. Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki. Austurríki er með tvö stig en Bretar eru án stiga.

Íslensku stelpurnar spila síðustu tvo leiki sína í riðlinum í lok maí en þá mæta Þær Frökkum hér heima og Austurríki ytra. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig út úr þessum tveimur leikjum til þess að komast í lokakeppni Evrópumóts í fyrsta sinn.

Tvær efstu þjóðir hvers riðils komast áfram í lokakeppni EM sem fram fer í Danmörku og í Noregi frá 6. til 20. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×